HOTEL HOLT

– Eitt af bestu hótelum Reykjavíkur frá opnun árið 1965 –

Geirlaug Þorvaldsdóttir

 

Geirlaug Þorvaldsdóttir hefur frá árinu 2004 verið eigandi Hótel Holts. Hún er dóttir Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur, sem byggðu hótelið á sínum tíma og starfaði Geirlaug í móttöku Hótels Holts meðfram námi á fyrstu árum þess. Einnig stýrði Geirlaug móttöku Hótels Loftleiða í eitt ár en faðir hennar var fyrsti hótelstjóri þess. Geirlaug kenndi erlend tungumál við Menntaskólann í Hamrahlíð í yfir 30 ár. Hún útskrifaðist frá leiklistardeild Þjóðleikhússins árið 1972 og starfaði í nokkur ár við Þjóðleikhúsið, auk þess að sinna þáttagerð fyrir sjónvarp og útvarp. Einnig starfaði hún í nokkur ár við Listahátíð í Reykjavík. Geirlaug hefur sinnt ýmsum félagsstörfum í gegnum tíðina, sat í mörg ár i stjórn Félags Háskólakvenna, þar af 14 ár sem formaður. Einnig hefur hún setið i stjórnum Bandalags kvenna í Reykjavík, Hússtjórnarskóla Reykjavíkur og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Börn Geirlaugar eru Þorvaldur og Ingibjörg Kristjánsbörn; Þorvaldur er hrossaræktarráðunautur og Ingibjörg er í framhaldsnámi í hjartalyflækningum.

STARFSMENN