Almennar upplýsingar

Til að bóka herbergi á Hótel Holt þarf einstaklingur að vera eldri en 18 ára eða í fylgd með fullorðnum.

Koma: Innritun er frá klukkan 15:00. Fyrir aukakostnað er hægt að koma fyrr ef það er laust. Látið okkur vita ef koma er eftir miðnætti.

Brottför: Útskráning er fyrir klukkan 12:00. Ef umbeðið hjá gestamóttöku er hægt að vera lengur fyrir aukakostnað.

Snemm-innritun: Ef það er laust, þá er hægt að fá að innrita sig inn snemma fyrir 5.000 kr. Eina leiðin til að tryggja það að fá að innrita sig inn snemma er með því að bóka nóttina á undan á fullu verði. Hafið samband við gestamóttöku til að athuga með afslætti.

Sein útskráning: Gestir geta fengið að halda herbergjunum til klukkan 14:00 ef það er laust. Það kostar 5.000 kr. Hafið samband við gestamóttöku til að bóka.

Morgunverður á Hótel Holti: Morgunverðarhlaðborðið okkar kostar 3.450 kr og er alla daga frá klukkan 07:00 til 10:00. Börn undir 5 ára fá morgunverð frítt og börn 6-12 ára fá 50% afslátt. 13 ára og eldri borga fullt verð. Morgunverðarhlaðborðið samanstendur af heitum og köldum réttum. Við bjóðum líka upp á glútein laust brauð og laktósafría mjólk. Ef gestir eru að fara fyrir morgunverðartíma þá er hægt að panta nesti hjá okkur í staðinn. Látið gestamóttöku vita með fyrirvara svo að hægt sé að undirbúa.

Aukarúm og barnarúm: Barnarúm (0-3 ára) er hægt að fá upp á herbergi að kostnaðarlausu. Börn undir 12 ára geta gist í rúmi foreldra sinna að kostnaðarlausu. Ef það þarf aukarúm, þá er það bara í boði í junior svítum og svítum og kostar 9.750 kr hverja nótt. Látið okkur vita með fyrirvara ef þið þurfið aukarúm.

Reykingar bannaðar: Reykingar eru bannaðar á hótelinu. Gestum er velkomið að reykja fyrir utan, við innganginn. Reykingabannið á hótelinu á líka við um rafsígarettur. Brot á þessum reglum leiðir til að 50.000 kr reikningi er bætt við herbergisreikninginn.

Wifi: Við erum með ókeypis Wifi fyrir gesti. Lykilorðið fæst við innritun.

Bílastæði: Við erum með ókeypis bílastæði fyrir hótelgesti. Látið gestamóttöku fá númerið á númeraplötunni við innritun.

Ferð út á flugvöll: Til að komast út á völl er hægt að taka rútu eða leigubíl. Hafið samband við gestamóttöku fyrir fleiri upplýsingar.

Ferðir: Gestir geta bókað túra og ferðir hjá gestamóttöku, eða pantað fyrirfram á https://hotelholt.tourdesk.is/Tour

Farangursgeymsla: Ef gestir þurfa að geyma farangur hjá okkur er það ekkert mál. Við erum með læsta töskugeymslu.

Skilmálar fyrir afbókanir/breytingar/no show: Athugið að skilmálar geta verið mismunandi eftir bókunum. Algengast er að ef afbókað er meira en 48 klukkustundum fyrir komu, þá verður ekkert rukkað. Ef afbókunin kemur seinna, eða gestir mæta ekki þá er ein nótt rukkuð. Ekki er hægt að breyta, afbóka eða fá endurgreiðslu fyrir fyrirfram greiddar bókanir. Full greiðsla verður tekin ef bókunin er afbókuð eða gestur mætir ekki. Athugið að bókanir fyrir hópa hafa öðruvísi skilmála. Hafið samband við okkur fyrir fleiri upplýsingar. Ef bókun er gerð í gegnum þriðja aðila, þá þurfa afbókanir eða breytingar að fara gegnum þann aðila.

Persónuverndarstefna: Upplýsingar er hægt að nálgast á vefsíðu okkar holt.is

Starfsfólkið okkar er alltaf tilbúið til að aðstoða eða svara spurningum sem þið hafið – hafið samband við okkur í [email protected]holt.is eða í síma 552 5700. Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn.