List
Hótel Holt er í raun hótel í listasafni en þar er að finna hluta úr stærsta einkasafni af íslenskri myndlist.
JÓHANNES S. KJARVAL
Dyrfjöll
Jóhannes S. Kjarval (1885-1972) var einn færasti listmálari Íslands og eru flest verkanna í safninu eftir hann eða um 500 verk sem spanna allt hans tímabil. Kjarval teiknaði og málaði frá unga aldri og sótti sér þekkingu hérlendis eftir föngum. Hann var orðinn 25 ára þegar hann hélt til Kaupmannahafnar til náms með góðri hjálp velgjörðarmanna. Kjarval var aldrei feiminn við að prófa sig áfram í listsköpun sinni. Íslensk náttúra var honum innblástur og skapaði hann í henni dulúðugan heim hulduvera. Íslendingar dáðu Kjarval og eru verk þessa margbrotna listamanns samofin íslenskri þjóðarvitund.
JÓHANNES S. KJARVAL
Dyrfjöll
Jóhannes S. Kjarval (1885-1972) var einn færasti listmálari Íslands og eru flest verkanna í safninu eftir hann eða um 500 verk sem spanna allt hans tímabil. Kjarval teiknaði og málaði frá unga aldri og sótti sér þekkingu hérlendis eftir föngum. Hann var orðinn 25 ára þegar hann hélt til Kaupmannahafnar til náms með góðri hjálp velgjörðarmanna. Kjarval var aldrei feiminn við að prófa sig áfram í listsköpun sinni. Íslensk náttúra var honum innblástur og skapaði hann í henni dulúðugan heim hulduvera. Íslendingar dáðu Kjarval og eru verk þessa margbrotna listamanns samofin íslenskri þjóðarvitund.
ÁSGRÍMUR JÓNSSON
Hvítárvatn og Langjökull
Ásgrímur Jónsson (1876-1958) var frumherji í íslenskri myndlist og sá fyrsti til að gera hana að sínu aðalstarfi. Hann var lærimeistari Kjarvals og þekktastur fyrir landslagsmyndir sínar. Margar þeirra er að finna á hótelinu og verkið Hvítárvatn og Langjökull er staðsett í veitingastað hótelsins.
ÁSGRÍMUR JÓNSSON
Hvítárvatn og Langjökull
Ásgrímur Jónsson (1876-1958) var frumherji í íslenskri myndlist og sá fyrsti til að gera hana að sínu aðalstarfi. Hann var lærimeistari Kjarvals og þekktastur fyrir landslagsmyndir sínar. Margar þeirra er að finna á hótelinu og verkið Hvítárvatn og Langjökull er staðsett í veitingastað hótelsins.
EINAR JÓNSSON
Friðarengill
Einar Jónsson (1874-1954) var fyrsti myndhöggvarinn á Íslandi. Fyrsta listasafn landsins var safnið hans, Hnitbjörg, opnað 1923. Hann var frægur fyrir þjóð- og goðsöguleg minni og í seinni tíð fyrir táknhyggju. Verk hans Friðarengill er að finna í anddyri hótelsins.
EINAR JÓNSSON
Friðarengill
Einar Jónsson (1874-1954) var fyrsti myndhöggvarinn á Íslandi. Fyrsta listasafn landsins var safnið hans, Hnitbjörg, opnað 1923. Hann var frægur fyrir þjóð- og goðsöguleg minni og í seinni tíð fyrir táknhyggju. Verk hans Friðarengill er að finna í anddyri hótelsins.
JÓN STEFÁNSSON
Áning (Útreiðarfólk)
Jón Stefánsson (1881–1962) er einn af frumherjum í íslenskri myndlist og nam í Kaupmannahöfn og París. Hann sótti myndefni sitt einkum í víðáttumikið íslenskt landslag og daglegt líf fólks líkt og málverkið Áning eða Útreiðarfólk, sem hann vann árið 1939 fyrir einn fínasta veitingastaðinn í Kaupmannahöfn, Frascati, ber með sér. Þegar rekstri veitingastaðarins var hætt 1972 keypti Þorvaldur verkið og flutti til Íslands. Síðan þá hefur það sett sterkan svip á veitingasalinn á Hótel Holti.
JÓN STEFÁNSSON
Áning (Útreiðarfólk)
Jón Stefánsson (1881–1962) er einn af frumherjum í íslenskri myndlist og nam í Kaupmannahöfn og París. Hann sótti myndefni sitt einkum í víðáttumikið íslenskt landslag og daglegt líf fólks líkt og málverkið Áning eða Útreiðarfólk, sem hann vann árið 1939 fyrir einn fínasta veitingastaðinn í Kaupmannahöfn, Frascati, ber með sér. Þegar rekstri veitingastaðarins var hætt 1972 keypti Þorvaldur verkið og flutti til Íslands. Síðan þá hefur það sett sterkan svip á veitingasalinn á Hótel Holti.
ÁSMUNDUR SVEINSSON
Tónar hafsins
Ásmundur Sveinsson (1893-1982) var afkastamikill myndhöggvari og þekktur fyrir einföld og formhrein figúratív og abstrakt verk. Í safneigninni eru mörg verk eftir hann, til dæmis Tónar hafsins og Framtíðin við inngang hótelsins.
ÁSMUNDUR SVEINSSON
Tónar hafsins
Ásmundur Sveinsson (1893-1982) var afkastamikill myndhöggvari og þekktur fyrir einföld og formhrein figúratív og abstrakt verk. Í safneigninni eru mörg verk eftir hann, til dæmis Tónar hafsins og Framtíðin við inngang hótelsins.
KRISTÍN JÓNSDÓTTIR
Kaldidalur
Kristín Jónsdóttir (1888-1959) var fyrst íslenskra kvenna til að hefja listnám við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn. Kristín er þekkt fyrir kyrralífs- og landslagsmyndir sínar, líkt og verkið Kaldidalur í veitingastað hótelsins.
KRISTÍN JÓNSDÓTTIR
Kaldidalur
Kristín Jónsdóttir (1888-1959) var fyrst íslenskra kvenna til að hefja listnám við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn. Kristín er þekkt fyrir kyrralífs- og landslagsmyndir sínar, líkt og verkið Kaldidalur í veitingastað hótelsins.
JÚLÍANA SVEINSDÓTTIR
Hekla
Júlíana Sveinsdóttir (1889-1966) lærði hjá Þórarni B. Þorlákssyni en fór síðar til frekara listnáms við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn. Júlíana og Kristín Jónsdóttir voru fyrstar íslenskra kvenna til að gera myndlist að atvinnu sinni. Í safneigninni er meðal annarra málverkið Hekla, sem prýðir móttöku hótelsins.
JÚLÍANA SVEINSDÓTTIR
Hekla
Júlíana Sveinsdóttir (1889-1966) lærði hjá Þórarni B. Þorlákssyni en fór síðar til frekara listnáms við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn. Júlíana og Kristín Jónsdóttir voru fyrstar íslenskra kvenna til að gera myndlist að atvinnu sinni. Í safneigninni er meðal annarra málverkið Hekla, sem prýðir móttöku hótelsins.