Staðsetning

Hótel Holt er staðsett í miðbæ Reykjavíkur, á Bergstaðastræti 37.

Gönguferð á aðalverslunargötur borgarinnar, Laugaveg og Skólavörðustíg tekur aðeins um fimm mínútur. Þaðan er auðvelt að komast að Hallgrímskirkju eða niður að höfn. 

Frá Hótel Holti er stutt gönguferð að helstu kennileitum Reykjavíkur, t.d. Hörpu tónlistar og ráðstefnuhúsi Reykjavíkurborgar, Alþingi, Ráðhúsi Reykjavíkur, Háskóla Íslands, Listasafni Íslands og Listasafni Reykjavíkur.

Hótel Holt er staðsett í rólegu hverfi, þ.e. Þingholtunum og því geta gestir okkar geta upplifað það allra besta sem Reykjavík og Ísland hefur upp á að bjóða að degi til, en notið kyrrðar um nótt.

Dvöl á Hótel Holti er góður valkostur fyrir þá sem vilja vera miðsvæðis en samt utan skarkala borgarinnar. Góð gisting, hvernig sem á það er litið.