“Áttum unaðsstund á Holtinu. Herramannsmatur fagmannlega fram borinn. Takk fyrir mig.”
Holt Restaurant
Skoða matseðil (PDF)Aðventu „pop-up“ á Holtinu
Hótel Holt opnar dyr sínar aftur fyrir matargesti í aðdraganda jóla þegar einn fremsti matreiðslumaður
landsins, Hákon Már Örvarsson, verður með „pop-up“ í eldhúsinu fjórar helgar í röð.
24.11.2022 – 17.12.2022
Opið er fyrir gesti fimmtudags, föstudags og laugardagskvöld og
í hádeginu fimmtudaga og föstudaga fram til 17. desember.
Í boði verður fimm rétta matseðill ásamt vínpörun.
Borðapantanir á dineout.is
Morgunmatur á Hótel Holt
Morgunverðarhlaðborð er framreitt alla daga frá kl 07:00 -10:00
Verð er 3450 kr á mann
Hægt að bóka Þingholt – sérstakur einkasalur sem hentar í hverskyns viðburði, hvort sem tilefnið er fundur, veisla, skemmtileg árshátíð, eða ráðstefna
Listagangan
Hafðu samband við okkur ef þú vilt bóka listagöngu á [email protected]
Listagangan á Hótel Holti veitir þér innsýn í eistaka sögu hótelsins og stofnenda þess, Þorvaldur Guðmundsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir.
Þorvaldur og Ingibjörg voru miklir áhugamenn um listir, menningu og sögu og hefur einkasafn þeirra að geyma margra gimsteina íslenskrar listasögu. Stór hluti þeirra verka sem prýðir jarðhæð hótelsins eru málverk og teikningar eftir Jóhannes S. Kjarval en einnig eru þar málverk annarra frumherja á við Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson, Kristínu Jónsdóttur og Júlíönu Sveinsdóttur
Barinn
Barinn á Hótel Holti býr yfir þeim kostum að vera hlýlegur og skreyttur eingöngu með skissum eftir Kjarval.
Barinn er opinn mið – laug frá kl. 17 – 22h með happy hour frá kl. 17 – 19h.
Verið velkomin!
Þingholt
Þingholt er sérstakur einkasalur sem hentar í hverskyns viðburði, hvort sem tilefnið er fundur, veisla, skemmtileg árshátíð, eða ráðstefna.
Fagfólk okkar í eldhúsinu hefur sett saman girnilegan matseðil. Við reynum ávalt að koma til móts við séróskir gestanna okkar.
Fyrir nánari upplýsingarnar og bókanir hafið samband í síma 552-5700 eða eða sendið okkur póst á [email protected]