“Áttum unaðsstund á Holtinu. Herramannsmatur fagmannlega fram borinn. Takk fyrir mig.”
Holt Restaurant
Frá og með 22. mars mun veitingastaður Hótel Holts loka um óákveðinn tíma. Við óskum landsmönnum alls hins besta.
Veitingastaður hótelsins hefur frá upphafi verið fyrsta flokks og sameinað framúrskarandi matargerð og myndlist. Mörg lykilverk í listasögu Íslands prýða veggi staðarins sem myndar einstakt og fágað rými.
Eldhúsið er byggt á klassískum grunni, þar sem einfaldleikinn leyfir fegurð hráefnisins að skína. Matseðilinn á Holt Restaurant tekur mið af árstíð hverju sinni.
Í vínseðli Holt Restaurant má finna nátturuvín af líffrænni ræktun í bland við vín sem eru sérvalin af fagfólki Holt Restaurant.
Opnunartími:
18:00 til 21:00 Þriðjudaga til Laugardaga
Listagangan
Listagangan hefst kl 17:30 föstudaga og laugardaga, gestir eru beðnir að skrá þáttöku fyrirfram.
Listagangan á Hótel Holti veitir þér innsýn í eistaka sögu hótelsins og stofnenda þess, Þorvaldur Guðmundsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir.
Þorvaldur og Ingibjörg voru miklir áhugamenn um listir, menningu og sögu og hefur einkasafn þeirra að geyma margra gimsteina íslenskrar listasögu. Stór hluti þeirra verka sem prýðir jarðhæð hótelsins eru málverk og teikningar eftir Jóhannes S. Kjarval en einnig eru þar málverk annarra frumherja á við Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson, Kristínu Jónsdóttur og Júlíönu Sveinsdóttur
Barinn
Barinn á Hótel Holti býr yfir þeim kostum að vera hlýlegur og skreyttur eingöngu með skissum eftir Kjarval.
Þingholt
Þingholt er sérstakur einkasalur sem hentar í hverskyns viðburði, hvort sem tilefnið er fundur, veisla, skemmtileg árshátíð, eða ráðstefna.
Fagfólk okkar í eldhúsinu hefur sett saman girnilegan matseðil. Við reynum ávalt að koma til móts við séróskir gestanna okkar.