Þorvaldur Guðmundsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir stofnuðu Hótel Holt árið 1965. Á lífsleiðinni komu þessi samhentu hjón að byggingu og rekstri margra fyrirtækja á Íslandi, í matvælaiðnaði, veitinga- og hótelrekstri. Þau höfðu yndi af ferðalögum og á ferðum sínum nýttu þau tímann til að kynna sér það nýjasta í hótel- og veitingageiranum erlendis og fluttu þá þekkingu heim með sér. Hótel Holt hefur frá upphafi verið þekkt innanlands sem utan fyrir alúð og gestrisni eigenda og starfsfólks, sem og auðvitað hið einstaka safn íslenskrar myndlistar sem prýðir hótelið.
„Frá því þú stígur inn á Hótel Holt þar til þú ferð úthvíldur
og endurnærður, munt þú upplifa vinaleg viðmót og
persónulega þjónustu, einkenni hótelsins.“
– Þorvaldur Guðmundsson