fbpx

HOTEL HOLT

– Eitt af bestu hótelum Reykjavíkur frá opnun árið 1965 –

Hágæða gisting í miðbæ Reykjavíkur

Hótel Holt hefur verið starfandi í miðbæ Reykjavíkur um árabil.

 

Hótel Holt er þekkt fyrir fádæma góða þjónustu og gestrisni, hágæða herbergi og frábæra staðsetningu í miðborginni.

 

Hótel Holt er einstakt hótel, fallegt og listrænt í senn.

 

Hótelið er staðsett í Bergstaðarstræti sem býr yfir sjarma gömlu Reykjavíkur og gönguferð á aðal verslunargötur Reykjavíkur tekur aðeins nokkrar mínútur.

 

Herbergin á hótelinu eru þægileg, hrein og smekklega innréttuð og þar er að finna alls kyns nytsamlegar snyrtivörur fyrir gestina okkar.  Á hótelinu eru nokkrir valkostir þegar kemur að því að bóka gistingu: Við höfum fjórar svítur, átta junior svítur, tuttugu og eitt tveggjamanna herbergi, og átta einstaklings herbergi.

 

Hótel Holt er ekki síður þekkt fyrir fádæma listasafn sem prýðir hótelið og herbergin. Listasafnið er stærsta listasafn í einkaeigu á Íslandi.

 

Við mælum með að tilvonandi gestir skoði umsagnir um okkur á  Tripadvisor og Facebook, til frekari glöggvunar á þjónustunni sem vænta má, á hótelinu.

 

Starfsfólk Hótel Holts hlakkar til að taka á móti ykkur og við vonum að dvölin á Hótel Holt verði ánægjuleg og eftirminnileg.

 

Vanti frekari upplýsingar eða aðstoð, þá vinsamlegast sendið tölvupóst og við svörum um hæl.

Geirlaug Þorvaldsdóttir

 

Geirlaug Þorvaldsdóttir hefur frá árinu 2004 verið eigandi Hótel Holts. Hún er dóttir Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur, sem byggðu hótelið á sínum tíma.

 

Geirlaug starfaði í móttöku Hótels Holts um tíma á fyrstu árum hótelsins, ásamt þvi að stunda nám meðfram nám. Einnig stýrði Geirlaug móttöku Hótels Loftleiða í eitt ár en faðir hennar var fyrsti hótelstjóri þess.

 

Geirlaug kenndi erlend tungumál við Menntaskólann í Hamrahlíð í yfir 30 ár. Hún útskrifaðist frá leiklistardeild Þjóðleikhússins árið 1972 og starfaði í nokkur ár við Þjóðleikhúsið, auk þess að sinna þáttagerð fyrir sjónvarp og útvarp.

 

Geirlaug starfaði einnig í nokkur ár við Listahátíð í Reykjavík.

 

Geirlaug hefur sinnt ýmsum félagsstörfum í gegnum tíðina, sat í mörg ár i stjórn Félags Háskólakvenna, þar af 14 ár sem formaður.  Einnig hefur hún setið i stjórnum Bandalags kvenna í Reykjavík, Hússtjórnarskóla Reykjavíkur og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur.

 

Börn Geirlaugar eru Þorvaldur og Ingibjörg Kristjánsbörn; Þorvaldur er hrossaræktarráðunautur og Ingibjörg er í framhaldsnámi í hjartalyflækningum.

STARFSMENN