Hótel Holt

listahótel


Einstakt hótel í hjarta bæjarins, hlaðið sögu, menningu og list

Gjafabréf

Tilboð

Umhverfismál

 

Herbergin og svítur

Hótel Holt er fjögurra stjörnu hótel í hjarta bæjarins en það var opnað árið 1965. Hótelið er með 42 herbergi sem eru innréttuð í klassískum og fallegum stíl en sum herbergin hafa afar skemmtilegt útsýni yfir Reykjavík. Nútíma þægindi eru til dæmis snyrtivörur frá Sóley, háhraða nettenging, og flatskjár.  

 

Listin

Klassísk listaverk prýða veggi allra hæða, mörg eftir frumkvöðla íslenskrar myndlistar en saga Þorvaldar Guðmundssonar og konu hans, Ingibjargar Guðmundsdóttur sem byggðu hótelið er einstök.

Matur og drykkur

Morgunmaturinn er borinn fram í aðalveitingasalnum sem hlaðinn er myndlist ef gömlu meistaranna. Þá búa öll salarkynni yfir sérstökum sjarma og sögu; barinn bókahergið og Þingholt.

 

Spotify spilunarlistinn okkar

Ef þú hefur dvalið hjá okkur áður þá veistu að við viljum hafa góða stemningu hvern hluta dagsins með vel valdri tónlist – alveg frá því þú færð þér notalegan kaffibolla að morgni þangað til þú nýtur góðra drykkja á barnum að kvöldi. Við erum svo heppin að Högni Egilsson, listamaður og samstarfsmaður okkar hefur sett saman spilunarlista fyrir hótelið. Þar fangar hann listavel þann einstaka innblástur sem staðurinn veitir gestum sínum og tónlistin eykur svo sannarlega á upplifun þeirra. 

Pictures gallery

 

Hafðu samband

Hotel Holt

Bergstaðastræti 37
101 Reykjavík, Iceland 


  ⸺  holt@holt.is

   ⸺  +354 552 5700

  •  

*Pflichtfelder

Concept, marketing, design & programming by myhotelshop | Copyright © 2023