Þorvaldur Guðmundsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir stofnuðu Hótel Holt árið 1965. Á lífsleiðinni komu þessi samhentu hjón að byggingu og rekstri margra fyrirtækja á Íslandi, í matvælaiðnaði, veitinga- og hótelrekstri. Þau höfðu yndi af ferðalögum og á ferðum sínum nýttu þau tímann til að kynna sér það nýjasta í hótel- og veitingageiranum erlendis og fluttu þá þekkingu heim með sér. Hótel Holt hefur frá upphafi verið þekkt innanlands sem utan fyrir alúð og gestrisni eigenda og starfsfólks, sem og auðvitað hið einstaka safn íslenskrar myndlistar sem prýðir hótelið
„Frá því þú stígur inn á Hótel Holt þar til þú ferð úthvíldur og endurnærður,
munt þú upplifa vinalegt viðmót og persónulega þjónustu,
einkenni hótelsins.“
– Þorvaldur Guðmundsson
1962
Hvernig var upphafið? Þorvaldur sá um byggingu Hótels Sögu fyrir Búnaðarfélag Íslands og var fyrsti hótelstjóri þess frá því það opnaði árið 1962. Það var Ingibjörg sem gaf hótelinu nafnið Hótel Saga. Þetta var í fyrsta skipti sem Þorvaldur og Ingibjörg reyndu fyrir sér við rekstur hótels en þau áttu síðar eftir að koma að rekstri fleiri hótela.
1965
Hótel Holt opnaði 12. febrúar 1965 en bygging fyrsta hluta þess tók níu mánuði. Uppphaflega voru 30 herbergi í hótelinu en það var teiknað og hannað af Gunnlaugi Pálssyni og Herði Bjarnasyni. Þorvaldur réð svo Gunnar Magnússon, innanhús hönnuð til að hanna innréttingar og húsgögn í hótelið.
1965
Í grein í Morgunblaðinu lýsti blaðamaður heimsókn sinni á hótelið en það var rétt eftir opnun þess og hrifningin leynir sér ekki: ,,íslensk listaverk prýða veggi hótelsins hvert sem litið er og hótelið er allt búið fyrsta flokks þægindum. Hótel Holt sameinaði tvær ástríður Þorvaldar; listaverkasöfnun og rekstur hótels.
Í upphafi var einnig í húsinu verslunin Síld og fiskur, nýtískuleg og fallega innréttuð matvörubúð sem gæða vörum en hún var þar sem setustofan fyrir framan gestamóttökuna er núna.
1973
Árið 1973 var svo byggt við hótelið og bættust þá herbergi við og einnig veislusalurinn Þingholt sem er tilvalinn fyrir einkasamkvæmi og fundarhöld en það var einnig hannað af Gunnari Magnússyni, innanhús hönnuði.
2004 - present
Hótel Holt hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi. Geirlaug Þorvaldsdóttir, dóttir Ingibjargar og Þorvaldar keypti hlut systkina sinna árið 2004 og hefur verið eigandi þess síðan.