Við erum ánægð að tilkynna að Veitingastaður Hótel Holts verður opinn alla laugardaga frá kl. 18:00, með glæsilegan þriggja rétta matseðil sem breytist vikulega.
Á bak við þetta spennandi verkefni er Gunnar Páll Rúnarsson, virtur matreiðslumeistari með mikla ástríðu fyrir því að skapa ógleymanlega matarupplifun. Gunnar Páll er þekktur fyrir góðan mat og mikla reynslu fyrir vínpörunum, þar sem hann velur vandlega bestu hráefnin til að búa til rétti sem sameina klassískar aðferðir við nútímalegan blæ. Með sérþekkingu sinni á bæði mat og vínum tryggir hann einstaka og skemmtilega upplifun.
Þriggja rétta matseðill – 14.900 ISK
Í hverri viku reiðir matreiðslumeistarinn fram nýjan þriggja rétta matseðil, þar sem áhersla er lögð á árstíðabundin hráefni.
Bókanir
Eingöngu með fyrirfram bókun – engin afgreiðsla fyrir gesti án bókunar.
Hringið í 897 8212 eða sendið tölvupóst á gunnar@vin8.is til að tryggja borð.
Boðið er upp á grænmetis- og veganvalkosti eftir beiðni. Vinsamlegast látið vita af ofnæmi.
Komið og njótið glæsilegrar matarupplifunar í fallegu umhverfi Holtsins.
Barinn á Hótel Holti er afar hlýlegur og skreyttur eingöngu teikningum eftir Kjarval.
Komdu, slakaðu á við arininn og fáðu þér drykk í þessum einstaka bar.
Opnunartímar
Barinn er opinn Þriðjudaga til laugardaga frá kl. 16:00 – 22h með happy hour frá kl. 16:00 – 18h.
Þegar barinn er lokaður getum við útvegað úrval af víni og bjór sem er afgreitt í móttökunni.
Það er frábær byrjun á deginum að fá sér morgunmat hjá okkur. Morgunverðarhlaðborðið er afar girnilegt og við leggjum mikið upp úr því að bjóða upp á ferskan mat og gott úrval þar sem íslensk hráefni eru í hávegum höfð.
Morgunverðarhlaðborð er framreitt alla daga frá kl 07:00 -10:00.